Óskar Örn skaut Grindavík áfram

Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmark Grindvíkinga.
Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmark Grindvíkinga. Ljósmynd/Grindavík

Fjórir 1. deildarslagir fóru fram í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu í dag þar sem barist var um sæti í 32-liða úrslitum. 

Grindavík vann sterkan útisigur á Aftureldingu, 1:0, í Mosfellsbæ. Reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmark Grindvíkinga á 20. mínútu leiksins. 

Grótta vann heimasigur á Vestra, 1:0. Sigurmark Gróttumanna skoraði Arnþór Páll Hafsteinsson, strax á fyrstu mínútu leiksins. 

Það eru því Grindavík og Grótta sem fara í 32-liða úrslitin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert