Þórsarar fóru illa með KF

Alexander Már Þorláksson skoraði fyrsta mark Þórs í dag.
Alexander Már Þorláksson skoraði fyrsta mark Þórs í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þórsarar unnu stórsigur á KF, 6:0, í 2. umferð bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, á Akureyri í dag. 

Þór leikur í 1. deildinni en KF er deild neðar.

Alexander Már Þorláksson, Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu allir sitthvort markið fyrir Þór en Marc Rochester Sörensen skoraði hin tvö fyrir Akureyringa. 

Með sigrinum komst Þór í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins eins og Þróttur úr Reykjavík sem vann stóran útisigur á 3. deildarliði KFS, 5:0, í dag. 

Sam Hewson, Birkir Björnsson, Jörgen Petersen og Kári Kristjánsson skoruðu mörk Þróttar en ásamt því skoruðu leikmenn KFS sjálfsmark. 

Önnur úrslit dagsins í Mjólkurbikarnum:

Árborg - Kári 1:3
KFA - Spyrnir 7:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert