Gott fyrir deildina að vera með sterka Akureyringa

„Mér finnst áhugavert hvað þeir hafa gert og hvernig þeir hafa fest sig í sessi í efstu deild,“ sagði Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um KA.

Akureyringum er spáð 4. sætinu í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið hafnaði í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

„Það er gott fyrir deildina að lið á Akureyri sé þetta sterkt og að það sé að blanda sér í baráttuna í efri hlutanum,“ sagði Kristján meðal annars. 

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

KA hafnaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.
KA hafnaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Kristín Þórhallsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert