Held að Lagerbäck myndi ekki hafna KSÍ

„Það væri gott ef hann væri viðloðandi landsliðið á einhvern hátt,“ sagði Freyr Bjarnason, sexfaldur Íslandsmeistari með FH, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um landsliðsþjálfarann fyrrverandi Lars Lagerbäck.

Arnar Þór Viðarsson var rekinn sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í lok mars en stjórn KSÍ leitar nú að nýjum þjálfara.

„Ég held að hann sé það mikill Íslandsvinur að hann sé alveg tilbúinn í það, ef hann kæmi til dæmis hingað með öðrum þjálfara,“ sagði Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþróttadeildar mbl.is og Morgunblaðsins.

„Ef að Lars yrði beðinn um að taka þetta að sér þá held ég að hann myndi ekki skorast undan því,“ sagði Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu.

„Ég sé ekkert neikvætt við það að hann myndi taka við liðinu því ég held að liðið þurfi reynslumikinn þjálfara akkúrat núna,“ bætti Kristján við.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kári Árnason, Gylfi Þór Sigurðsson og Lars Lagerbäck á góðri …
Kári Árnason, Gylfi Þór Sigurðsson og Lars Lagerbäck á góðri stundu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert