Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir nær í dag þeim stóra áfanga að spila sinn 100. A-landsleik í knattspyrnu þegar Ísland mætir Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik í Tyrklandi en hann hefst klukkan 13.
Gunnhildur, sem er fyrirliði í tilefni dagsins, er þrettánda landsliðskona Íslands frá upphafi sem nær að spila 100 landsleiki. Glódís Perla Viggósdóttir er líka í byrjunarliðinu, hún er fyrirliði liðsins en afhendir Gunnhildi armbandið að þessu sinni.
Lið Íslands er þannig skipað:
Mark: Telma Ívarsdóttir.
Vörn: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Miðja: Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir.
Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Amanda Andradóttir.
Varamenn: Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m), Íris Dögg Gunnarsdóttir (m), Ásta Eir Árnadóttir, Guðrún Arnardóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Sandra María Jessen, Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Agla María Albertsdóttir, Diljá Ýr Zomers.