„Ég bý í Vesturbænum og mér heyrist fólkið í hverfinu vera nokkuð bratt,“ sagði Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um KR.
KR-ingum er spáð 5. sætinu í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið hafnaði í fjórða sætinu á síðustu leiktíð.
„Maður sá það, á síðasta tímabili, að þetta var lið sem gat ekki orðið meistari en það er oftast það eina sem KR-ingar velta fyrir sér yfirleitt,“ sagði Kristján meðal annars.