Hefði viljað sjá þá styrkja sig betur

„Ég hefði viljað sjá þá styrkja liðið betur fyrir átökin í Bestu deildinni,“ sagði Freyr Bjarnason, sexfaldur Íslandsmeistari með FH, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Fylki.

Nýliðum Fylkis er spáð 11. sætinu og falli úr deildinni í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið fagnaði sigri í 1. deildinni á síðustu leiktíð. 

„Það heftur sýnt sig og sannað að það er mjög mikilvægt, ef lið ætla að halda sæti sínu, að þá þurfi að gera það og ég hef smá áhyggjur af því að þeir nái ekki að halda dampi,“ sagði Freyr meðal annars. 

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Fylkismenn fögnuðu sigri í 1. deildinni á síðustu leiktíð.
Fylkismenn fögnuðu sigri í 1. deildinni á síðustu leiktíð. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert