Íslensku stúlkurnar unnu magnaðan sigur

Íslenska liðið fagnar í leikslok.
Íslenska liðið fagnar í leikslok. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U19 ára landslið kvenna í fótbolta er komið í lokakeppni EM með glæsilegum 2:1-sigri á Svíþjóð í öðrum leik sínum í milliriðli í dag.

Ísland hefur þar með unnið bæði Danmörk og Svíþjóð í riðlinum og tryggt sér efsta sætið, þrátt fyrir að liðið eigi leik við Úkraínu eftir á þriðjudaginn kemur. 

Stjörnukonan Snædís María Jörundsdóttir kom Íslandi yfir á 8. mínútu en Matilda Nilden hjá AIK jafnaði á 52. mínútu.

Ísland átti hins vegar lokaorðið, því Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, örfáum mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður.

Byrjunarlið Íslands:
Fanney Inga Birkisdóttir
Birna Kristín Björnsdóttir (Eyrún Embla Hjartardóttir 69.)
Jakobína Hjörvarsdóttir
Mikaela Nótt Pétursdóttir
Emelía Óskarsdóttir (Elísa Lana Sigurjónsdóttir 77.)
Katla Tryggvadóttir
Snædís María Jörundsdóttir (Sigríður Thódóra Guðmundsdóttir 89.
Sædís Rún Heiðarsdóttir
Írena Héðinsdóttir Gonzalez
Bergdís Sveinsdóttir
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert