„Þetta er mjög svipað lið og í fyrra og þeir halda þessum kjarna af erlendu leikmönnunum,“ sagði Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþróttadeildar mbl.is og Morgunblaðsins, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Fram.
Frömurum er spáð 8. sætinu í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið hafnaði í 9. sætinu á síðustu leiktíð.
„Raggi Sig er kominn í þjálfarateymið og menn hafa talað um það að hann muni kenna þeim að spila betri varnarleik,“ sagði Víðar meðal annars.