Raggi Sig á að kenna þeim

„Þetta er mjög svipað lið og í fyrra og þeir halda þessum kjarna af erlendu leikmönnunum,“ sagði Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþróttadeildar mbl.is og Morgunblaðsins, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Fram.

Frömurum er spáð 8. sætinu í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið hafnaði í 9. sætinu á síðustu leiktíð.

„Raggi Sig er kominn í þjálfarateymið og menn hafa talað um það að hann muni kenna þeim að spila betri varnarleik,“ sagði Víðar meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ragnar Sigurðsson er aðstoðarþjálfari Fram.
Ragnar Sigurðsson er aðstoðarþjálfari Fram. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert