Umræðan um önnur lið gæti hjálpað þeim

„Síðustu árin hefur maður alltaf sagt, áður en Íslandsmótið byrjar, að ef að leikmannahópurinn finnur taktinn þá sé þetta meistaralið,“ sagði Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Val.

Val er spáð 3. sæti deildarinnar í spá íþróttadeildar Morgunblaðsins en liðið hafnaði í sjötta sætinu á síðustu leiktíð.

„Það er önnur nálgun núna, að einhverju leyti, en vissulega eru þekktir leikmenn þarna í ár og fyrrverandi atvinnumenn,“ sagði Kristján.

„Kannski er talað meira um Breiðablik og Víking, núorðið, og það gæti hjálpað Val,“ bætti Kristján meðal annars við.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Patrick Pedersen, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Aron Jóhannsson eru lykilmenn …
Patrick Pedersen, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Aron Jóhannsson eru lykilmenn á Hlíðarenda. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert