„Síðustu árin hefur maður alltaf sagt, áður en Íslandsmótið byrjar, að ef að leikmannahópurinn finnur taktinn þá sé þetta meistaralið,“ sagði Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Val.
Val er spáð 3. sæti deildarinnar í spá íþróttadeildar Morgunblaðsins en liðið hafnaði í sjötta sætinu á síðustu leiktíð.
„Það er önnur nálgun núna, að einhverju leyti, en vissulega eru þekktir leikmenn þarna í ár og fyrrverandi atvinnumenn,“ sagði Kristján.
„Kannski er talað meira um Breiðablik og Víking, núorðið, og það gæti hjálpað Val,“ bætti Kristján meðal annars við.