„Arnar hefur gefið það í skyn að þeir séu tilbúnir í ýmsar breytingar á sínum leikstíl,“ sagði Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþróttadeildar mbl.is og Morgunblaðsins, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Víking úr Reykjavík.
Víkingum er spáð 2. sæti deildarinnar í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið hafnaði í þriðja sætinu á síðustu leiktíð.
„Víkingshópurinn er það sterkur og þéttur að það kæmi mér á óvart ef þeir gera ekki atlögu að báðum titlunum í ár,“ sagði Víðir meðal annars.