Íslenska U19 ára landslið kvenna í fótbolta gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti á lokamóti EM með því að sigra bæði Danmörk og Svíþjóð í milliriðli í Danmörku.
Ísland á enn eftir að leika við Úkraínu, en hefur þrátt fyrir það tryggt sér sæti á lokamótinu þar sem aðeins átta bestu lið Evrópu taka þátt en leikið er í Belgíu.
Eins og gefur að skilja var afrekinu fagnað vel og innilega í klefa í leikslok og þá sérstaklega þegar Margrét Magnúsdóttir þjálfari liðsins tilkynnti því að sæti á lokamótinu væri í höfn.
Myndskeið af fögnuðinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Margrét þjálfari U19 tilkynnir liðinu að þær séu komnar á EM í Belgíu!!🎉🎉#dottir pic.twitter.com/rdJxbjuXbt
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 8, 2023