„Þeir eru örugglega brjálaðir yfir því að það sé verið að spá þeim um miðja deild,“ sagði Freyr Bjarnason, sexfaldur Íslandsmeistari með FH, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Hafnarfjarðarfélagið.
FH er spáð sjöunda sætinu í spá íþróttadeildar Árvakurs en liðið hafnaði í 10. sæti á síðustu leiktíð.
„Þetta er stór klúbbur sem vill alltaf vera í fyrsta sætinu en þeir verða að vera þolinmóðir líka þar sem það eru margir ungir leikmenn að koma upp hjá þeim,“ sagði Freyr meðal annars.