Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 23 ára og yngri, tapaði fyrir Danmörku í vináttuleik ytra í dag, 2:0.
Var þetta annar leikur liðanna á stuttum tíma en á fyrri leiknum á Skírdag lauk með sigri Dana, 3:1.
Þórður Þórðarson var þjálfari íslenska liðsins í þessu verkefni og honum til aðstoðar var Bára Kristbjörg Rúnardóttir.