Tilfinningin ólýsanleg, guð minn almáttugur

Íslenska liðið fagnar í leikslok.
Íslenska liðið fagnar í leikslok. Ljósmynd/KSÍ

„Hún er ólýsanleg, guð minn almáttugur,“ sagði Mar­grét Magnús­dótt­ir, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna í fótbolta, í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ eftir að hún stýrði liðinu á lokamót EM.

Ísland vann glæsilega sigra á Danmörku og Svíþjóð í milliriðli og er öruggt með sæti á lokamótinu, þrátt fyrir að eiga einn leik eftir gegn Úkraínu.

„Þetta var það sem við stefndum á. Þetta var eitthvað sem við höfum talað um. Þetta er ótrúlega góð tilfinning. Við ætlum að klára þennan síðasta leik, en það er frábært að þetta sé komið.

Við erum búnar að búa til ótrúlega sterkt lið. Við settum varamann inn á sem skora í báðum leikjum og allir sem koma að þessu liði gera þetta ótrúlegt,“ sagði Margrét.

Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert