„Er ekki Arséne Wenger á lausu?“ sagði Freyr Bjarnason, sexfaldur Íslandsmeistari með FH, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.
Arnar Þór Viðarsson var rekinn sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í lok mars en stjórn KSÍ leitar nú að nýjum þjálfara.
„Að öllu gríni slepptu þá líst mér vel á Åge Hareide og það sem hann hefur gert með danska landsliðið og það norska,“ sagði Freyr.
„Hann hefur farið með þessi lið í lokakeppni og þegar maður horfir á þetta utan frá þá gæti hann verið góður kostur,“ sagði Freyr meðal annars.