Keflavík stal sigrinum undir lokin

Keflvíkingurinn Dagur Ingi Valsson með boltann í dag.
Keflvíkingurinn Dagur Ingi Valsson með boltann í dag. mbl.is/Óttar

Keflavík vann dramatískan sigur á Fylki, 2:1, í Bestu deild karla í fótbolta í Árbænum í dag. 

Fyrri hálfleikurinn var fjörugur og áttu bæði lið sín upphlaup. Strax á fyrstu fékk Birkir Eyþórsson dauðafæri en Matthias Rosenörn sá við honum. Birkir datt illa í leiðinni og hélt um höfuð sitt, sem varð að því að hann fór af velli 16. mínútum síðar. 

Á 29. mínútu fengu svo Fylkismenn víti. Þá braut Frans Elvarsson á Pétri Bjarnasyni inn í teig og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson benti á punktinn. 

Ásgeir Eyþórsson úr Fylki með boltann í dag. Dagur Ingi …
Ásgeir Eyþórsson úr Fylki með boltann í dag. Dagur Ingi Valsson eltir hann. mbl.is/Óttar

Á punktinn steig Benedikt Daríus Garðarson og setti hann örugglega í hornið vinstri megin og skoraði um leið fyrsta markið á Íslandsmótinu, sem og sitt fyrsta í efstu deild. 

Bæði lið sóttu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en ekki urðu mörkin fleiri og því heimamenn sem fóru marki yfir til búningsklefa. 

Keflvíkingar mættu sterkari til leiks í seinni hálfleik og það skilaði sér á 74. mínútu þegar Sami Kamel skoraði stórgott mark. 

mbl.is/Óttar

Þá fékk hann hælsendingu frá Degi Inga Valssyni og lagði boltann í fjær, óverjandi og Keflvíkingar búnir að jafna. 

Keflvíkingar voru sterkari aðilinn sem eftir lifði leiks og á annarri mínútu uppbótartímans stálu þeir sigrinum. Þá féll boltinn fyrir Dag Inga inn í teig eftir skot Viktors Andra Hafþórssonar og hann potaði honum inn, 2:1, sem voru lokatölur.

Keflvíkingar eru í fyrsta sæti deildarinnar með þrjú stig en Fylkismenn eru neðstir með 0. Næsti leikur Keflavíkur er á heimavelli gegn KR næstu helgi en Fylkir fer í Fossvoginn og heimsækir Víkinga. 

Fylkir 1:2 Keflavík opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við hér í Árbæ.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert