Leik Vals og ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta sem fer fram á Hlíðarenda í kvöld hefur verið seinkað um 45 mínútur.
Leikurinn hefst klukkan 19.15 en ekki 18.30 eins og til síða en ástæðan er sú að ófært var í Landeyjarhöfn fyrri hluta dags og lið ÍBV kemst því seinna á leikstað í Reykjavík en til stóð.