Verður skemmtileg áskorun

Guðrún Arnardóttir er klár í slaginn gegn Sviss.
Guðrún Arnardóttir er klár í slaginn gegn Sviss. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Sviss er gott lið, sem sækir vel. Þetta verður skemmtileg áskorun,“ sagði Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í fótbolta, í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ.

Ísland mætir Sviss í vináttuleik í Zürich á morgun, en íslenska liðið gerði 1:1-jafntefli við Nýja-Sjáland í Tyrklandi á föstudaginn var. Guðrún segir liðið geta gert margt betur en í leiknum við Nýja-Sjáland.

„Við þurfum að halda betur í boltann, finna svæðin betur. Við gerðum það ekki nógu vel. Við vörðumst vel, en við getum getið tekið betri ákvarðanir í sókninni og unnið betur saman til að komast í almennileg færi.

Í seinni hálfleik batnaði spilið og við getum tekið það með okkur og byggt ofan á það. Við gáfum ekki mörg færi á okkur og við getum tekið það með okkur,“ sagði Guðrún.

Hún segir sóknarfæri gegn Sviss, þar sem svissneska liðið vill sækja á mörgum mönnum. „Þær vilja vera með marga menn framarlega á vellinum. Við þurfum að verjast vel og nýta tækifærin þegar við vinnum boltann,“ sagði Guðrún.  

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert