Adam skaut á Vuk eftir vítaspyrnudóm

Vuk Oskar Dimitijevic fagnar marki sínu sem hann skoraði síðar …
Vuk Oskar Dimitijevic fagnar marki sínu sem hann skoraði síðar í leiknum í gærkvöldi. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Adam Örn Arnarson, hægri bakvörður Fram, var ekki sáttur við vítaspyrnuna sem var dæmd á hann þegar Vuk Oskar Dimitrijevic, kantmaður FH, féll við í vítateignum eftir viðskipti þeirra á milli í leik liðanna í Bestu deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Kjartan Henry Finnbogason skoraði úr vítaspyrnunni og kom FH í 1:0 í fyrri hálfleik, en leiknum í Úlfarsárdal lauk með 2:2-jafntefli.

Adam Erni fannst dómurinn rangur og Vuk Oskar falla auðveldlega. Skaut Adam Örn á hann á Twitter-aðgangi sínum í gærkvöldi.

„Vona að það sé allt í lagi með Vuk eftir þetta högg í vítaspyrnudóminum,“ skrifaði bakvörðurinn.

Adam Örn Arnarson (t.v.) í leik með Leikni úr Reykjavík …
Adam Örn Arnarson (t.v.) í leik með Leikni úr Reykjavík síðastliðið sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert