Byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir vináttuleikinn gegn Sviss ytra hefur verið opinberað. Diljá Ýr Zomers fær m.a. tækifæri í byrjunarliðinu.
Sandra María Jessen er einnig í byrjunarliðinu, en hún var valin í verkefnið eftir tveggja ára fjarveru frá landsliðinu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur vaktina í markinu.
Alls gerir Þorsteinn Halldórsson sex breytingar frá leiknum gegn Nýja-Sjálandi. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Amanda Andradóttir, Telma Ívarsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fara allar á bekkinn.
Í þeirra stað koma Guðrún Arnardóttir, Sandra María Jessen, Selma Sól Magnúsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Diljá Ýr Zomers og Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mark: Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Vörn: Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir, Sandra María Jessen.
Miðja: Selma Sól Magnúsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir.
Sókn: Agla María Albertsdóttir, Diljá Ýr Zomers, Sveindís Jane Jónsdóttir.