Dagný óstöðvandi í loftinu (myndskeið)

Dagný Brynjarsdóttir er einstakur skallamaður.
Dagný Brynjarsdóttir er einstakur skallamaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði mark Íslands þegar liðið gerði 1:1-jafntefli við Nýja-Sjáland í vináttulandsleik í Tyrklandi á föstudaginn langa.

Dagný hefur nú skorað 38 mörk í 112 landsleikjum og er hún nú næstmarkahæsti leikmaðurinn í sögu kvennalandsliðsins, á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur.

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í morgun mark Dagnýjar á föstudag. Var það glæsilegt skallamark, sem ekki kemur mikið á óvart enda er hún einn allra besti skallamaður heims.

Dagný stýrði löngu innkasti Sveindísar Jane Jónsdóttur í netið með snyrtilegum skalla og má sjá markið laglega hér:

Ísland mætir Sviss í vináttulandsleik í Zürich klukkan 17 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert