Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði mark Íslands þegar liðið gerði 1:1-jafntefli við Nýja-Sjáland í vináttulandsleik í Tyrklandi á föstudaginn langa.
Dagný hefur nú skorað 38 mörk í 112 landsleikjum og er hún nú næstmarkahæsti leikmaðurinn í sögu kvennalandsliðsins, á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur.
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í morgun mark Dagnýjar á föstudag. Var það glæsilegt skallamark, sem ekki kemur mikið á óvart enda er hún einn allra besti skallamaður heims.
Dagný stýrði löngu innkasti Sveindísar Jane Jónsdóttur í netið með snyrtilegum skalla og má sjá markið laglega hér:
⚽️ Markið sem Dagný Brynjarsdóttir skoraði í 1-1 jafntefli gegn Nýja-Sjálandi á föstudag.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 11, 2023
💪 Ísland mætir Sviss kl. 17:00 á Stadion Letzigrund í Zürich.
📺 Bein útsending á Youtube.
➡️ https://t.co/y3KSFa8pHu
⬇️ Our goal from the game against New Zeland on Friday.#dottir pic.twitter.com/cXxxJamASP
Ísland mætir Sviss í vináttulandsleik í Zürich klukkan 17 í dag.