Dregið var til 32-liða úrslita bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, í höfuðstöðvum KSÍ í dag.
Bestu deildar lið Stjörnunnar og ÍBV drógust saman og munu mætast í hörkuleik í Garðabænum.
Er það eini úrvalsdeildarslagurinn í 32-liða úrslitunum að þessu sinni.
Drátturinn í heild sinni:
Grindavík - Dalvík/Reynir
HK - KFG
Víkingur R. - Magni
Kári - Þór Ak.
Sindri - Fylkir
KA - Uppsveitir
Njarðvík - KFA
Fram - Þróttur R.
KR - Þróttur V.
Grótta - KH
Stjarnan - ÍBV
Keflavík - ÍA
Leiknir R. - Selfoss
Ægir - FH
Kría eða Fjölnir - Breiðablik
Valur - RB