Fjölnir tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta með 10:0-heimasigri á Kríu í kvöld. Fjölnir leikur í 1. deild í sumar og Kría í 5. deild.
Árni Steinn Sigursteinsson skoraði fjögur mörk fyrir Fjölni og þeir Kristófer Dagur Arnarsson og Hákon Ingi Jónsson tvö hvor. Hans Viktor Guðmundsson og Óliver Dagur Thorlacius komust einnig á blað.
Með sigrinum tryggði Fjölnir sér leik við Íslandsmeistara Breiðabliks í næstu umferð, en dregið var í 32-liða úrslitin í dag.