Fyrsti sigur Íslands á Sviss síðan 1986

Þorsteinn Halldórsson var ánægður með sitt lið.
Þorsteinn Halldórsson var ánægður með sitt lið. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er mjög ánægður með að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ eftir 2:1-sigur liðsins á Sviss á útivelli í vináttuleik í kvöld.

„Þetta var fyrsti sigur Íslands á Sviss síðan 1986 og það er jákvætt að brjóta niður svoleiðis. Ég er ánægður með margt í leiknum, þótt það hafi legið á okkur síðustu 7-8 mínúturnar. Við leystum það vel,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

Ísland gerði 1:1-jafntefli við Nýja-Sjáland í síðustu viku og vann Sviss í kvöld. Þorsteinn var ánægður með liðið í leikjunum tveimur.

„Þetta var mjög fínt. Við gerðum þá hluti sem við ætluðum að gera og það var margt sem við gerðum vel. Það er fínt að enda þetta á sigri,“ sagði Þorsteinn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert