Keflavík og KR mætast á gervigrasi

Sindri Þór Guðmundsson og félagar í Keflavík taka á móti …
Sindri Þór Guðmundsson og félagar í Keflavík taka á móti KR á Nettóhallar-gervigrasinu á laugardag. mbl.is/Óttar Geirsson

Leikur Keflavíkur og KR í annarri umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu hefur verið færður á gervigrasvöll fyrrnefnda liðsins þar sem grasvöllur þess er ekki reiðubúinn til notkunar.

HS orku-völlurinn, gras- og aðalvöllur Keflavíkur, er ekki nothæfur sem stendur og því mun leikurinn fara fram á Nettóhallar-gervigrasinu, nýlegum gervigrasvelli við hliðina á Nettóhöllinni í Reykjanesbæ.

Á heimasíðu KSÍ kemur fram að búið sé að breyta um leikvöll. Leiktíminn er hins vegar enn sá sami, klukkan 14 næstkomandi laugardag, þann 15. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert