Mikið áfall fyrir Skagamenn

Alexander Davey í leik með ÍA.
Alexander Davey í leik með ÍA. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Skoski knattspyrnumaðurinn Alexander Davey sem hefur leikið með Skagamönnum undanfarin ár meiddist illa í bikarleik liðsins á dögunum og missir væntanlega af öllu komandi keppnistímabili.

Skagafréttir greindu frá þessu.

Davey, sem hefur leikið 28 úrvalsdeildarleiki fyrir ÍA og skorað tvö mörk, sleit hásin í fæti þegar liðið vann Víði 3:0 í bikarkeppninni á laugardaginn.

Þetta er mikið áfall fyrir Skagamenn sem féllu úr Bestu deildinni síðasta haust og leika í 1. deildinni í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert