Stúlknalandslið Íslands í knattspyrnu, U16 ára, fór vel af stað á Þróunarmóti UEFA í Wales í dag þegar það vann öruggan sigur á Tékklandi, 5:2.
Staðan í hálfleik var 4:0, íslensku stúlkunum í hag, en Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Líf Joostdóttir van Bemmel skoruðu á 10. og 13. mínútu. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skoraði á 34. mínútu og Arnfríður Auður skoraði sitt annað mark mínútu fyrir hlé.
Kolfinna Eik Elínardóttir skoraði fimmta mark Íslands á 53. mínútu en mörk liðsins urðu ekki fleiri. Tékkar minnkuðu muninn á 62. mínútu og aftur í uppbótartíma leiksins.