„Það var geggjað að ná í sigur,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, hetja íslenska landsliðsins í fótbolta í 2:1-sigrinum á Sviss í vináttuleik í kvöld, í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ.
Sveindís skoraði sigurmark Íslands á 73. mínútu og var skiljanlega kát. „Það er langt síðan síðast, svo það var geggjað.“
Íslenska liðið þurfti að verjast vel til að sigla sigrinum í höfn í lokin, á meðan svissneska liðið pressaði grimmt. „Við vorum að reyna að sigla sigrinum heim og þetta er ekki alltaf fallegt. Svona er fótboltinn.“
Ísland gerði 1:1-jafntefli við Nýja-Sjáland í síðustu viku og vann Sviss í kvöld. Sveindís er ánægð með verkefnið. „Við vildum vinna báða leikina, en þetta eru æfingaleikir til að sjá hvað við þurfum að bæta og hvað gengur vel. Heilt yfir var þetta fínn gluggi,“ sagði Sveindís.
🎙️Viðtal við Sveindísi Jane Jónsdóttur eftir sigurinn gegn Sviss.#dottir pic.twitter.com/3TnqEl9kmi
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 11, 2023