U21-árs landslið karla í knattspyrnu mætir Austurríki í vináttulandsleik þann 16. júní ytra. Leikið verður á Wiener Neustadt-vellinum þar í borg.
Nákvæmur leiktími verður tilkynntur síðar en liðið undirbýr sig nú fyrir undankeppni EM 2025, sem hefst í haust.
Frá Austurríki mun íslenska liðið færa sig yfir til nágrannaþjóðarinnar Ungverjalands, þar sem það mætir heimamönnum þann 19. júní.