Annar öruggur sigur stúlknanna

Byrjunarlið Íslands gegn Tékklandi á mánudag.
Byrjunarlið Íslands gegn Tékklandi á mánudag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U16-ára landsliðið í knattspyrnu kvenna vann gífurlega öruggan sigur á Ísrael, 4:0, er liðin áttust við á þróunarmóti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í Wales í morgun.

Rakel Eva Bjarnadóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Katla Guðmundsdóttir og Hrefna Jónsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins.

Um annan leik íslensku stúlknanna á mótinu var að ræða en þeim fyrsta gegn Tékklandi lauk sömuleiðis með stórsigri Íslands, 5:2.

Liðið mætir heimastúlkum í Wales í lokaleik mótsins á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert