Åge Hareide verður næsti landsliðsþjálfari karla í fótbolta og verður staðfestur hjá KSÍ á morgun. Tekur hann við af Arnari Þór Viðarssyni, sem var rekinn í lok síðasta mánaðar.
VG í Noregi greinir frá að Hareidi, sem er 69 ára Norðmaður, hafi samþykkt tilboð Knattspyrnusambands Íslands. Hann vildi ekki tjá sig við VG um ráðninguna, en miðilinn segir samkomulag í höfn.
Hefur hann m.a. stýrt Bröndby, Rosenborg og Malmö, þremur af stærstu félögum Norðurlandanna. Hareide hefur einnig mikla reynslu af störfum sem landsliðsþjálfari, því hann hefur stýrt karlaliðum Noregs og Danmörku.