Fullyrða að sá norski taki við landsliðinu

Åge Hareide verður kynntur til leiks á morgun, samkvæmt VG.
Åge Hareide verður kynntur til leiks á morgun, samkvæmt VG. AFP

Åge Hareide verður næsti landsliðsþjálfari karla í fótbolta og verður staðfestur hjá KSÍ á morgun. Tekur hann við af Arnari Þór Viðarssyni, sem var rekinn í lok síðasta mánaðar.

VG í Noregi greinir frá að Hareidi, sem er 69 ára Norðmaður, hafi samþykkt tilboð Knattspyrnusambands Íslands. Hann vildi ekki tjá sig við VG um ráðninguna, en miðilinn segir samkomulag í höfn.

Hefur hann m.a. stýrt Bröndby, Rosenborg og Malmö, þremur af stærstu félögum Norðurlandanna. Hareide hefur einnig mikla reynslu af störfum sem landsliðsþjálfari, því hann hefur stýrt karlaliðum Noregs og Danmörku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert