Knattspyrnusamband Íslands hefur rætt við norska þjálfarann Åge Hareide vegna stöðu landsliðsþjálfara karla.
Fótbolti.net greinir frá. Hareide er 69 ára og er með mikla reynslu á Norðurlöndunum. Hefur hann m.a. stýrt Bröndby, Rosenborg og Malmö, þremur af stærstu félögum Norðurlandanna.
Hareide hefur einnig mikla reynslu af störfum sem landsliðsþjálfari, því hann hefur stýrt karlaliðum Noregs og Danmörku.