KSÍ hefur rætt við Norðmanninn

Åge Hareide gæti orðið næsti landsliðsþjálfari.
Åge Hareide gæti orðið næsti landsliðsþjálfari. AFP

Knattspyrnusamband Íslands hefur rætt við norska þjálfarann Åge Hareide vegna stöðu landsliðsþjálfara karla.

Fótbolti.net greinir frá. Hareide er 69 ára og er með mikla reynslu á Norðurlöndunum. Hefur hann m.a. stýrt Bröndby, Rosenborg og Malmö, þremur af stærstu félögum Norðurlandanna.

Hareide hefur einnig mikla reynslu af störfum sem landsliðsþjálfari, því hann hefur stýrt karlaliðum Noregs og Danmörku.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert