Sterkur Úkraínumaður til Keflavíkur

Axel Ingi Jóhannesson og félagar í Keflavík hafa fengið liðstyrk …
Axel Ingi Jóhannesson og félagar í Keflavík hafa fengið liðstyrk frá Úkraínu. mbl.is/Óttar Geirsson

Úkraínski varnarmaðurinn Oleksiy Kovtun hefur samið við knattspyrnudeild Keflavíkur um að leika með karlaliðinu á tímabilinu.

Kovtun, sem er 28 ára gamall miðvörður, kemur frá úkraínska úrvalsdeildarfélaginu Desna, þar sem hann lék aðeins fjóra leiki á síðasta tímabili.

Þar á undan hafði Kovtun leikið með Metalist Kharkiv, Poltava, Karpaty Lviv og Minai í úrvalsdeildinni í heimalandinu auk Minsk og Ruh Brest í efstu deild Hvíta-Rússlands.

Hann fékk leikheimild í dag og gæti því spilað sinn fyrsta leik fyrir Keflavík þegar liðið tekur á móti KR í Bestu deildinni næstkomandi laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert