Kvennalið FH í knattspyrnu hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Bestu deildinni, þar sem liðið er nýliði. Bandaríski sóknarmaðurinn Mackenzie George hefur skrifað undir eins árs samning við Hafnarfjarðarliðið.
George, sem er 23 ára, hefur undanfarin ár leikið með liði Tennessee-háskólans í háskólaboltanum vestanhafs.
Hún er með yfir 50.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem hundur hennar Rocky er oftar en ekki í aðalhlutverki í stuttum myndskeiðum.
FH vann næstefstu deild, Lengjudeildina, á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í Bestu deildinni í ár.
Þar heimsækir liðið Þrótt úr Reykjavík fyrstu umferð þann 26. apríl næstkomandi.