Óvíst er hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson verði áfram aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en Norðmaðurinn Åge Hareide var ráðinn þjálfari íslenska liðsins í dag.
Jóhannes Karl var ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska liðsins í janúar árið 2022, þegar Arnar Þór Viðarsson stýrði liðinu, en Arnar Þór var rekinn út starfi í lok mars.
„Eins og staðan er í dag er Jóhannes Karl aðstoðarþjálfari liðsins,“ sagði Vanda í samtali við mbl.is í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal á í dag.
„Åge kemur til landsins á mánudaginn og þá mun hann hitta starfsliðið og funda með því. Ef að hann tekur ákvörðun um að hann vilji fá inn nýtt þjálfarateymi þá verður það svo.
Að sama skapi er hópurinn í kringum liðið mjög flottur en að endingu er það þjálfarinn sjálfur sem stjórnar því með hverjum hann vill vinna,“ bætti Vanda við í samtali við mbl.is.