Erlendir fjölmiðlar eru byrjaðir að nafngreina Gylfa Þór Sigurðsson í greinum þess efnis að hann sé laus allra mála, tæpum tveimur árum eftir að hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.
Miðlar á borð við Nettavisen í Noregi, Tribal Football á Englandi, Bold í Danmörku, Tag 24 í Þýskalandi, Soccernet í Eistlandi, Ilatalehti í Finnlandi og Przegald Sportowy í Póllandi fjalla öll um málið í dag og nafngreina Gylfa.
Stærstu miðlarnir á Englandi hafa þó ekki nafngreint Gylfa, þar sem það yrði lögbrot vegna þess að leikmaðurinn var aldrei ákærður.
Hér fyrir neðan má sjá fréttir af Gylfa í ofantöldum miðlum.