Vanda ætlar að ræða við Gylfa Þór

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mun á næstu dögum ræða við knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson.

Þetta tilkynnti hún í samtali við mbl.is í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Gylfa Þór, sem er 33 ára gamall, er frjáls ferða sinna eftir að lögreglan í Manchester tilkynnti í morgun að ekki yrði ákært í máli hans sem snéri að meintu broti gegn ólöagráða einstaklingi.

„Við höfum ekki heyrt neitt í honum í dag,“ sagði Vanda þegar hún ræddi málefni leikmannsins sem á að baki 78 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað 25 mörk.

„Við erum búin að vera á fleygiferð í þessum þjálfaramálum okkar en við munum svo sannarlega heyra í honum við tækifæri,“ bætti Vanda við.

Vanda Sigurgeirsdóttir.
Vanda Sigurgeirsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert