Sindri Snær Magnússon, leikmaður Keflavíkur, var niðurlútur eftir 0:2-tap liðsins fyrir KR í annarri umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu í dag.
„Tilfinningin er súr, við ætluðum ekki að tapa í dag og það er leiðinlegt að tapa þannig að maður er bara pirraður,“ sagði Sindri Snær í samtali við mbl.is eftir leik.
Leikurinn fór fram á gervigrasvellinum við hliðina á Nettóhöllinni í Reykjanesbæ þar sem gras- og aðalvöllur Keflavíkur er ekki reiðubúinn til notkunar.
Spurður hvort það breyti einhverju fyrir Keflvíkinga að spila á öðrum velli en aðal heimavelli sínum sagði hann:
„Nei nei, auðvitað viljum við spila á okkar heimavelli með okkar stúku og grasi en við erum búnir að æfa hér í allan vetur þannig að þetta er líka okkar heimavöllur. Við eigum bara að gera betur og það er súrt að tapa.“