Horfði á tap í Laugardal

Åge Hareide er nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Åge Hareide er nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins. AFP

Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands, hefur haft talsverð kynni af íslenskri knattspyrnu og íslenskum knattspyrnumönnum á sínum langa ferli sem leikmaður og þjálfari.

Hann hefur komið á Laugardalsvöllinn sem leikmaður, mætt íslenska landsliðinu sem landsliðsþjálfari tveggja þjóða og spilað fimm Evrópuleiki við íslensk lið sem þjálfari.

Þá hefur hann þjálfað tvo af núverandi landsliðsmönnum Íslands og átta íslenska fótboltamenn til viðbótar hjá sínum félagsliðum, allt frá árinu 1997 til 2021.

Á bekknum í Laugardal

Åge Hareide kom á Laugardalsvöllinn í fyrsta skipti í júnílok 1977, þá 23 ára gamall. Ísland vann þá Noreg, 2:1, í vináttulandsleik með mörkum Inga Björns Albertssonar og Teits Þórðarsonar, frammi fyrir 8.636 áhorfendum. Hareide horfði líka á leikinn því hann sat á norska varamannabekknum allan tímann en hann hafði leikið fyrsta landsleikinn af 50 árið áður.

Umfjöllunina um Åge Hareide í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert