U16-ára karlalandslið Íslands mátti þola tap gegn jafnöldrum sínum frá Eistlandi, 2:3, á þróunarmóti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, á Möltu í morgun.
Eistar náðu forystunni strax á sjöttu mínútu en Jónatan Guðni Arnarsson jafnaði metin fyrir Ísland á 28. mínútu, 1:1 sem voru hálfleikstölur.
Eistarnir komust svo aftur yfir í byrjun síðari hálfleiks en aftur svaraði íslenska liðið þökk sé marki frá Viktori Orra Guðmundssyni á 65. mínútu, 2:2.
Eistar átti hinsvegar síðasta útslagið og skoruðu sigurmarkið á 85. mínútu, og unnu leikinn 3:2.
Þetta var annar leikur Íslands á þróunarmótinu en íslenska liðið vann sinn fyrsta leik gegn Armeníu í vítaspyrnukeppni.