Breiðablik lagði Val í rokinu á Hlíðarenda

Jason Daði Svanþórsson sækir að leikmönnum Vals.
Jason Daði Svanþórsson sækir að leikmönnum Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik sótti þrjú stig á Hlíðar­enda í kvöld er liðið lagði Val, 2:0, í Bestu deild karla í knatt­spyrnu.

Leik­ur­inn ein­kennd­ist af hvassviðri sem var í Reykja­vík í dag og kvöld en bæði lið áttu tals­vert af mis­heppnuðum send­ing­um. Það var ein slík frá Damir Mum­in­ovic sem bjó til fyrsta færi leiks­ins en hann ætlaði þá að setja bolt­ann til baka á Ant­on Ara Ein­ars­son. Send­ing­in var hins veg­ar allt of laus og Tryggvi Hrafn Har­alds­son komst inn í hana. Ant­on Ari var þó eld­snögg­ur út úr teign­um og bjargaði vel, sem varð til þess að Blikar geyst­ust upp völl­inn og and­ar­taki síðar var Gísli Eyj­ólfs­son bú­inn að skora fyrsta markið. Hann var þá fyrst­ur á laus­an bolta við miðlínu eft­ir slak­an skalla Hauks Páls Sig­urðsson­ar, tók á rás í átt að teign­um og átti að lok­um skot, sem fór af Hauki og í blá­hornið.

Bæði lið komust í ágæt­is stöður það sem eft­ir var af hálfleikn­um en hvor­ugu þeirra tókst að skora. Síðasta kort­er hálfleiks­ins eða svo var Val­ur tals­vert betra liðið og skapaði sér nokk­ur hættu­leg færi, en Guðmund­ur Andri Tryggva­son átti m.a. skot í þverslána. Eft­ir tæp­lega 40 mín­út­ur vildi Breiðablik fá rautt spjald á Aron Jó­hanns­son þegar hann virt­ist slá til Pat­riks Johann­esen sem féll með tilþrif­um, en Vil­hjálm­ur Al­var Þór­ar­ins­son, dóm­ari leiks­ins, gaf hon­um rétti­lega gult spjald.

Blikar byrjuðu seinni hálfleik­inn bet­ur en fljót­lega tóku Vals­menn völd­in og fengu hættu­legri færi. Aron Jó­hanns­son fékk gott skot­færi við víta­teigs­línu um miðjan hálfleik­inn en skot hans var slakt og beint á Ant­on Ara.

Á síðustu 20 mín­út­um leiks­ins eða svo gerðist fátt markvert en Vals­mönn­um gekk illa að skapa sér góðar stöður til að reyna að jafna met­in. Í upp­bót­ar­tíma gerði varamaður­inn Stefán Ingi Sig­urðar­son svo út um leik­inn en hann fékk þá send­ingu frá öðrum vara­manni, Ágústi Orra Þor­steins­syni, og kláraði vel fram hjá Frederik Schram.

Bæði lið eru því með þrjú stig að lokn­um tveim­ur um­ferðum en Val­ur vann ÍBV í fyrstu um­ferð á meðan Breiðablik tapaði fyr­ir HK.

Val­ur 0:2 Breiðablik opna loka
Mörk
skorar Gísli Eyjólfsson (7. mín.)
skorar Stefán Ingi Sigurðarson (90. mín.)
fær gult spjald Haukur Páll Sigurðsson (36. mín.)
fær gult spjald Aron Jóhannsson (38. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Arnór Sveinn Aðalsteinsson (31. mín.)
fær gult spjald Anton Logi Lúðvíksson (62. mín.)
fær gult spjald Ágúst Eðvald Hlynsson (66. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Breiðablik er komið á blað í Bestu deildinni!
90 Breiðablik fær hornspyrnu
90 Valur fær hornspyrnu
90 Valur fær hornspyrnu
90 MARK! Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) skorar
0:2! - Stefán er að klára þetta! Valsmenn eru galopnir til baka þegar Oliver setur boltann út til hægri á Ágúst Orra. Hann setur boltann í fyrsta í gegn á Stefán sem klárar vel framhjá Frederik. Annar leikurinn í röð sem Stefán kemur inn af bekknum og skorar.
90
Uppbótartíminn verður fimm mínútur! Það er nóg eftir af þessu.
87 Valur fær hornspyrnu
87 Valur fær hornspyrnu
Fáum við dramatík í þennan leik?
84 Orri Hrafn Kjartansson (Valur) kemur inn á
84 Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) fer af velli
82 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Klaufagangur í vörn Valsmanna og Stefán Ingi vinnur boltann af Hauki og Hlyni. Stefán kemst einn gegn Frederik sem mætir langt út úr markinu og lokar vel, svo Stefán leggur boltann út í teiginn á Viktor sem er fyrir opnu marki í D-boganum en hittier ekki markið.
79 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) kemur inn á
79 Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) fer af velli
78 Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) á skot framhjá
Fín sókn Blika sem endar með því að Stefán Ingi kemst í þröngt færi í teignum en neglir boltanum í hliðarnetið. Það er hins vegar áhyggjuefni fyrir Blika að Anton Logi liggur eftir og heldur um öxlina. Hann lenti illa á öxlinni og þetta lítur bara alls ekki vel út.
72
Varamaðurinn Ágúst Orri kemst hérna strax í ákjósanlega stöðu hægra megin. Kemst aftur fyrir vörnina og reynir að setja boltann þvert fyrir markið á Stefán Inga en sendingin er arfaslök.
70 Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik) kemur inn á
70 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) fer af velli
69 Aron Jóhannsson (Valur) á skot sem er varið
Frábær sókn Valsara. Birkir Már fær boltann á hægri kantinum og sker hann skemmtilega út á vítateigslínuna. Þar kemur Aron á ferðinni en skotið er ekki nægilega gott, beint á Anton Ara.
67 Lúkas Logi Heimisson (Valur) kemur inn á
67 Adam Ægir Pálsson (Valur) fer af velli
67 Andri Rúnar Bjarnason (Valur) kemur inn á
67 Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) fer af velli
66 Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) fær gult spjald
Brýtur á Aroni í skyndisókn.
63 Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) kemur inn á
63 Patrik Johannesen (Breiðablik) fer af velli
63 Alex Freyr Elísson (Breiðablik) kemur inn á
63 Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik) fer af velli
62 Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) fær gult spjald
Fer aftan í Kristinn Frey á miðjunni og fær réttilega gult spjald.
59 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Fær boltann hægra megin í teignum og fast skot niðri á nærstöngina. Frederik er hins vegar mættur í hornið og ver þetta.
55 Valur fær hornspyrnu
52 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Strax í kjölfar færisins missir Guðmundur Andri boltann á stórhættulegum stað og Gísli fær hörku skotfæri við vítateigslínu. Hann hins vegar setur boltann rétt framhjá markinu.
52 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Dauðafæri! Ágúst gerir frábærlega vinstra megin áður en hann finnur Viktor í frábærri stöðu hægra megin í teignum. Hann er hins vegar full lengi að þessu og Frederik nær að loka á hann.
51 Breiðablik fær hornspyrnu
51 Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Gerir ágætlega við vinstra vítateigshorn og kemur sér í skot. Frederik ver þetta vel á nærstönginni.
50
Seinni hálfleikur fer ekkert frábærlega af stað, það verður bara að segjast.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Þetta er komið af stað aftur!
45 Hálfleikur
Blikarnir leiða með einu marki í hálfleik! Gæðin ekki beint í fyrirrúmi en leikmenn gáfu ekkert eftir í baráttunni!
45
Tveimur mínútum bætt við.
43 Aron Jóhannsson (Valur) á skot framhjá
Aron með fast skot af löngu færi en setur þetta í glæsilegt skilti Bílaleigu Akureyrar fyrir aftan markið.
38 Aron Jóhannsson (Valur) fær gult spjald
Ýtir við Patriki eftir að dómarinn hafði flautað aukaspyrnu. Patrik fellur með tilþrifum og liggur lengi eftir en þrátt fyrir óskir Blika um rautt spjald lætur Vilhjálmur það gula nægja.
36 Haukur Páll Sigurðsson (Valur) fær gult spjald
Ef að gula spjaldið á Arnór áðan var augljóst var þetta eitthvað allt annað og miklu meira. Haukur rífur Patrik niður og hangir svo í honum í nokkra metra áður en hann hrindir honum í grasið.
33 Valur fær hornspyrnu
32 Anton Ari Einarsson (Breiðablik) á skot í þverslá
Anton Ari með skelfilega sendingu úr markspyrnu, beint á Guðmund Andra við D-bogann. Guðmundur tekur eina snertingu og neglir boltanum svo á markið, en því miður fyrir heimamenn fór hann í slánna og yfir.
31 Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik) fær gult spjald
Missir Guðmund Andra framhjá sér og sparkar hann niður við miðlínu. Gulu spjöldin verða ekkert mikið augljósari.
29 Aron Jóhannsson (Valur) á skot framhjá
Flott sókn Valsara. Boltinn er færður út til vinstri á Sigurð Egil sem á flotta fyrirgjöf á Aron en skot hans fer yfir markið.
27 Valur fær hornspyrnu
24 Patrik Johannesen (Breiðablik) á skot framhjá
Jason Daði finnur Patrik fyrir utan teig sem á skot yfir markið. Ágætis færi en lélegt skot.
24 Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik) á skot framhjá
Eftir hornspyrnuna dettur boltinn fyrir vinstri fótinn á Arnóri Sveini Aðalsteinssyni fyrir utan teig. Hann lætur vaða en setur boltann hátt, hátt yfir.
23 Breiðablik fær hornspyrnu
20
Blikarnir hættulegri það sem af er. Nú kemst Jason inn í teiginn hægra megin og á skotfyrirgjöf sem fer í gegnum allan pakkann. Þarna vantaði bara einhvern til að reka fótinn í boltann.
16
Það hefur verið ofboðslegt magn af aukaspyrnum í þessum leik og það hlýtur að fara að styttast í fyrsta spjaldið.
13 Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) á skot framhjá
Fín skyndisókn Valsmanna sem endar með því að Tryggvi Hrafn sleppur inn fyrir. Hann er með boltann skoppandi og reynir að lyfta honum yfir Anton Ara sem stóð framarlega en skotið yfir markið. Skemmtileg tilraun og þetta mark hefði verið glæsilegt.
12
Eftir að hafa skoðað mark Gísla aftur sést að snerting Hauks gerir skotið svo gott sem óverjandi fyrir Frederik Schram.
10 Breiðablik fær hornspyrnu
Jason Daði með góðan sprett upp hægri vænginn en Sigurður Egill stoppar hann að lokum.
7 MARK! Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) skorar
0:1! - Þvílíkt mark! Tryggvi Hrafn er hársbreidd frá því að sleppa einn í gegn en Anton Ari er eldsnöggur út úr teignum og bjargar. Valsmenn heimta hendi á Anton en Blikum er alveg sama, bruna upp þar sem Gísli æddi að teignum og smellti boltanum í hægra hornið, með smá viðkomu af Hauki Páli.
5
Það hefur verið fátt um fína drætti þessar fyrstu mínútur. Bæði lið virðast hins vegar ætla að selja sig dýrt og fara af fullum krafti í tæklingar og návígi.
1 Leikur hafinn
Valsmenn byrja með boltann! Tryggvi Hrafn Haraldsson er í smá vandræðum með að taka miðjuna þar sem boltinn vill ekki fera kyrr en það hefst að lokum.
0
Þá eru liðin komin til vallar og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, býður fyrirliðanna, Hauk Pál Sigurðsson og Höskuld Gunnlaugsson velkomna.
0
Það er fjöldi fólks mættur í stúkuna hér á Hlíðarenda þrátt fyrir veðrið. Það er ánægjulegt að sjá.
0
Ágúst Eðvald Hlynsson er í byrjunarliði Breiðabliks en hann er að mæta sínum gömlu félögum í Val.
0
Andri Rafn Yeoman er frá vegna meiðsla afran í læri. Það er spurning hvort Viktor Örn Margeirsson komi beint inn í vinstri bakvörðinn fyrir hann eða hvort Óskar Hrafn fari í einhverjar taktískar tilfærslur.
0
Það verður því ekkert að því að Elfar Freyr mæti sínum gömlu félögum í kvöld. Ég geri ráð fyrir að Hlynur Freyr Karlsson og Haukur Páll Sigurðsson verði miðverðir hjá Val í kvöld.
0
Viktor Örn Margeirsson og Jason Daði Svanþórsson koma inn í lið Breiðabliks fyrir Alexander Helga Sigurðarson og Andra Rafn Yeoman. Stefán Ingi Sigurðarson byrjar á bekknum þrátt fyrir frábæra innkomu í síðasta leik.
0
Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá þau hér að neðan. Hvorki Hólmar Örn Eyjólfsson né Elfar Freyr Helgason eru klárir í slaginn hjá Val.
0
Veðrið í Reykjavík er ekki eins og best verður á kosið en það er nokkuð hvasst. Vonandi mun það ekki hafa of mikil áhrif á leikinn samt sem áður.
0
Leikurinn er sannkallaður stórleikur en margir spá því að bæði þessi lið verði við toppinn þegar tímabilinu lýkur.
0
Valur er með þrjú stig eftir sigur á ÍBV í fyrstu umferð. Breiðablik er án stiga eftir tap fyrir HK.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Valur: (4-3-3) Mark: Frederik Schram. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Haukur Páll Sigurðsson, Hlynur Freyr Karlsson, Sigurður Egill Lárusson. Miðja: Aron Jóhannsson, Birkir Heimisson, Kristinn Freyr Sigurðsson. Sókn: Adam Ægir Pálsson (Lúkas Logi Heimisson 67), Tryggvi Hrafn Haraldsson (Andri Rúnar Bjarnason 67), Guðmundur Andri Tryggvason (Orri Hrafn Kjartansson 84).
Varamenn: Sveinn Sigurður Jóhannesson (M), Lúkas Logi Heimisson, Þorsteinn Emil Jónsson, Orri Hrafn Kjartansson, Óliver Steinar Guðmundsson, Hilmar Starri Hilmarsson, Andri Rúnar Bjarnason.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Alex Freyr Elísson 63), Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson. Miðja: Viktor Karl Einarsson, Anton Logi Lúðvíksson (Oliver Sigurjónsson 79), Gísli Eyjólfsson. Sókn: Jason Daði Svanþórsson (Ágúst Orri Þorsteinsson 70), Patrik Johannesen (Stefán Ingi Sigurðarson 63), Ágúst Eðvald Hlynsson.
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Alex Freyr Elísson, Oliver Sigurjónsson, Alexander Helgi Sigurðarson , Ágúst Orri Þorsteinsson, Eyþór Aron Wöhler, Stefán Ingi Sigurðarson.

Skot: Breiðablik 11 (6) - Valur 4 (1)
Horn: Breiðablik 4 - Valur 7.

Lýsandi: Aron Elvar Finnsson
Völlur: Origo-völlurinn

Leikur hefst
16. apr. 2023 19:15

Aðstæður:
Rok og rigning. Ekki beint fullkomnar aðstæður en vonandi hafa þær ekki of mikil áhrif á leikinn.

Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Aðstoðardómarar: Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert