Fullt hús stiga í Wales

Byrjunarlið U16-ára landsliðsins gegn Wales í dag.
Byrjunarlið U16-ára landsliðsins gegn Wales í dag. Ljósmynd/KSÍ

U16-ára landslið stúlkna í knattspyrnu endaði með fullt hús stiga eða 9 stig á Þróunarmóti UEFA sem fram fór í Wales og lauk í dag.

Íslenska liðið vann öruggan sigur gegn Wales í lokaleik sínum á mótinu í dag, 4:0. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Katla Guðmundsdóttir, Brynja Rán Knudsen og Hrefna Jónsdóttir gerðu mörk íslenska liðsins. 

Íslenska liðið lauk keppni með 9 stig eftir sigra gegn Wales, Tékklandi og Ísrael og markatöluna 13:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert