Fyrstur Vestfirðinga í fámennan hóp

Matthías Vilhjálmsson kom til Víkings frá FH í vetur.
Matthías Vilhjálmsson kom til Víkings frá FH í vetur. Ljósmynd/Víkingur

Matth­ías Vil­hjálms­son náði stór­um áfanga á knatt­spyrnu­ferl­in­um í dag þegar hann lék með Vík­ingi gegn Fylki í leik Reykja­vík­urliðanna í Bestu deild karla í fót­bolta á Vík­ings­vell­in­um.

Matth­ías lék sinn 400. deilda­leik á ferl­in­um, heima og er­lend­is og er 36. ís­lenski knatt­spyrnumaður­inn í sög­unni sem nær þeim leikja­fjölda.

Matth­ías, sem er 36 ára gam­all, er jafn­framt fyrsti Vest­f­irðing­ur­inn sem kemst í þenn­an fá­menna hóp en hann hóf meist­ara­flokks­fer­il­inn með BÍ á Ísaf­irði aðeins 15 ára gam­all árið 2002.

Matthías Vilhjálmsson í baráttu við Craig Gardner varnarmann Aston Villa …
Matth­ías Vil­hjálms­son í bar­áttu við Craig Gardner varn­ar­mann Ast­on Villa í Evr­ópu­leik með FH árið 2008. mbl.is/​Har­ald­ur Guðjóns­son

Hann lék með meist­ara­flokki BÍ í tvö ár, þá enn í 3. flokki, og skoraði fimm mörk í 13 leikj­um fyr­ir fé­lagið í 3. deild­inni.

Hann gekk til liðs við FH árið 2004 og spilaði fyrsta leik­inn í efstu deild með Hafn­ar­fjarðarliðinu í lokaum­ferð Íslands­móts­ins haustið 2005. Hann kom þá inn á sem varamaður gegn Fram og krækti í víta­spyrnu í 5:1 sigri FH-inga, sem voru þá löngu bún­ir að tryggja sér Íslands­meist­ara­titil­inn og sendu Fram um leið niður í 1. deild.

Frá og með tíma­bil­inu 2006, þegar Matth­ías var 19 ára, var hann í stóru hlut­verki hjá FH og var það sam­fleytt í sex ár, til hausts­ins 2011. Þá hafði hann unnið þrjá Íslands­meist­ara­titla með FH og orðið tvisvar bikar­meist­ari en Ísfirðing­ur­inn skoraði tvö mörk þegar FH vann KR 4:0 í úr­slita­leik bik­ar­keppn­inn­ar árið 2010.

Hann var sjötti marka­hæsti leikmaður úr­vals­deild­ar­inn­ar árið 2009 með 10 mörk fyr­ir FH og lék ná­kvæm­lega sama leik árið 2011, sjötti marka­hæst­ur með 10 mörk. Alls lék hann 115 deild­ar­leiki með FH á þess­um tíma og skoraði 37 mörk.

Matthías Vilhjálmsson var leikmaður ársins 2011 hjá Morgunblaðinu þegar hann …
Matth­ías Vil­hjálms­son var leikmaður árs­ins 2011 hjá Morg­un­blaðinu þegar hann varð efst­ur í M-gjöf­inni. mbl.is/​Golli

Matth­ías dvaldi auk þess í nokk­ar vik­ur hjá enska C-deild­arliðinu Colchester United snemma árs 2010 og spilaði þar þrjá deild­ar­leiki.

Í árs­byrj­un 2012 fór Matth­ías til Nor­egs og lék þar sam­fleytt í níu ár. Fyrsta tíma­bilið með Start í B-deild­inni en eft­ir það í úr­vals­deild­inni. Með Start 2013-2015, með Rosen­borg 2015-2018 og með Vål­erenga 2019 og 2020.

Matth­ías varð norsk­ur meist­ari með Rosen­borg öll fjög­ur árin hjá fé­lag­inu og þris­var bikar­meist­ari. Hann skoraði 18 mörk í 30 leikj­um fyr­ir Start í B-deild­inni árið 2012 og var næst­marka­hæsti leikmaður deild­ar­inn­ar. Matth­ías lék síðan 189 leiki í norsku úr­vals­deild­inni með Start, Rosen­borg og Vål­erenga og skoraði 48 mörk.

Hann sneri aft­ur heim í árs­byrj­un 2021 og gekk til liðs við FH á nýj­an leik þar sem hann var fyr­irliði í tvö ár. Matth­ías skoraði 16 mörk í 48 úr­vals­deild­ar­leikj­um þessi tvö ár.

Fyr­ir þetta tíma­bil gekk Matth­ías til liðs við Vík­inga, og ann­ar leik­ur hans með liðinu á Íslands­mót­inu í dag, gegn Fylki, var hans 400. deilda­leik­ur á ferl­in­um eins og áður sagði. Í þess­um 400 leikj­um hef­ur hann skorað sam­tals 124 mörk. 

Matthías Vilhjálmsson skorar sigurmark í leik með Rosenborg þar sem …
Matth­ías Vil­hjálms­son skor­ar sig­ur­mark í leik með Rosen­borg þar sem hann varð fjór­um sinn­um norsk­ur meist­ari. Ljós­mynd/​rbk.no

Matth­ías á að baki 15 leiki með A-landsliði Íslands og þá lék hann á sín­um tíma 23 leiki með yngri landsliðunum.

Þar með hafa nú 36 ís­lensk­ir knatt­spyrnu­menn spilað 400 deilda­leiki eða fleiri á ferl­in­um, og þar af hafa fjór­ir náð að spila 500 leiki eða meira. Síðast­ur á und­an Matth­íasi til að ná þess­um áfanga var Viðar Örn Kjart­ans­son í mars­mánuði. Lista yfir alla þá leik­menn sem hafa leikið 400 leiki eða fleiri á ferl­in­um má sjá í bók­inni Íslensk knatt­spyrna 2022.

Matthías Vilhjálmsson var fyrirliði FH áður en hann fór í …
Matth­ías Vil­hjálms­son var fyr­irliði FH áður en hann fór í at­vinnu­mennsku í Nor­egi og aft­ur í tvö ár eft­ir að hann sneri aft­ur heim. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert