Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, ráðfærði sig við danska knattspyrnusambandið áður en ákveð var að ganga til viðræðna við norska þjálfarann Åge Hareide.
Þetta tilkynnti hún í samtali við mbl.is í höfuðstöðvum KSÍ á föstudaginn en Hareide var ráðinn þjálfari íslenska karlalandsiðsins sama dag.
Hann stýrði danska karlalandsliðinu frá 2016 til 2020 og fór með liðið á eitt stórmót, HM 2018 í Rússlandi, þar sem Danir féllu úr leik í 16-liða úrslitunum eftir tap gegn Króatíu í vítakeppni.
„Danirnir sögðu við okkur að þeir höfðu þurft að fara vinna fótboltaleiki og hann var akkúrat þjálfarinn sem þeir þurftu til þess,“ sagði Vanda.
„Við þurfum að fara vinna fótboltaleiki þannig að þetta passaði vel,“ sagði Vanda í samtali við mbl.is.