„Var alls ekki þannig“

Arnar Þór Viðarsson var rekinn í lok síðasta mánaðar.
Arnar Þór Viðarsson var rekinn í lok síðasta mánaðar. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var ekki byrjað að leita að nýjum þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið áður en Arnar Þór Viðarsson var rekinn.

Þetta tilkynnti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í samtali við mbl.is í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal á föstudaginn.

Arnar Þór tók við þjálfun íslenska liðsins í desember 2020 en hann var rekinn sem þjálfari liðsins í lok síðasta mánaðar.

„Ég hef heyrt sögusagnir um slíkt og það var alls ekki þannig,“ sagði Vanda í samtali við mbl.is.

„Ég var ekki búin að tala við nokkurn mann, áður en Arnar hætti, og ég vil að það komi skýrt fram að við vorum ekki búin að ræða við neinn á meðan Arnar var með liðið,“ bætti Vanda við í samtali við mbl.is.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert