Færeyingurinn ósáttur: Verða mörg olnbogaskot

Patrik Johannesen í leik með Breiðabliki.
Patrik Johannesen í leik með Breiðabliki. mbl.is/Óttar Geirsson

Patrik Johannessen, leikmaður Breiðabliks, er ósáttur við að Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, hafi sloppið með með gult spjald er liðin mættust í Bestu deildinni í fótbolta á Hlíðarenda í gærkvöldi.

Aron virtist gefa Patrik olnbogaskot eftir baráttu þeirra á milli. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, stóð nærri atvikinu og lét gult spjald nægja.

Patrik deilir myndskeiði af atvikinu á Twitter í dag og spáir mörgum olnbogaskotum í deildinni í ár, ef refsingin er aðeins gult spjald.

Atvikið má sjá í færslu Patriks hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert