„Grasið hérna er grænt“

Úr leik ÍBV á Hásteinsvelli síðastliðið haust. Jón Ingason er …
Úr leik ÍBV á Hásteinsvelli síðastliðið haust. Jón Ingason er hér með boltann. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Kristján Yngvi Karls­son, vall­ar­stjóri Há­steinsvall­ar, aðal­vall­ar ÍBV í Bestu deild­um karla og kvenna í knatt­spyrnu, seg­ir völl­inn sjálf­an reiðubú­inn til notk­un­ar.

ÍBV víxlaði á heima­leikj­um við KA og lék því ekki á Há­steinsvelli í ann­arri um­ferð Bestu deild­ar karla í gær eins og til stóð.

„Ég hefði viljað spila síðasta sunnu­dag í stað þess að skipta leikn­um. Ástæðan fyr­ir því að við skipt­um þess­um leik er ekki út af gras­inu á vell­in­um held­ur vegna þess að það fuku all­ar girðing­ar síðasta haust og það er verið að færa þær aft­ar þannig að ef við mynd­um setja gervi­gras vær­um við með lög­lega stærð.

Svo er verið að steypa upp fyr­ir nýrri vall­ar­klukku og það er verið að laga fyr­ir fram­an skýl­in hjá okk­ur, setja dren og svo­leiðis. En grasið hérna er bara grænt og er búið að vera það í svona eina og hálfa viku,“ sagði Kristján Yngvi í sam­tali við mbl.is.

Alls ekki verri en á síðasta tíma­bili

„Ég var hálf sár yfir því að þetta hafi verið svona því það hefði verið svo gam­an að spila þenn­an leik hérna heima.

Ég er ekki að segja það að völl­ur­inn sé í topp­st­andi en hann er alls ekki verri en þegar við byrjuðum að nota hann á síðasta tíma­bili,“ bætti hann við.

Hugsa að leik­ur­inn verði spilaður

Kristján Yngvi sagði því völl­inn sjálf­an vera klár­an fyr­ir fyrsta heima­leik, leik karlaliðsins gegn Breiðabliki í þriðju um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar eft­ir sex daga, þó ekki væri hægt að segja það sama um um­gjörðina.

„Völl­ur­inn er klár fyr­ir sum­arið fyr­ir utan um­gjörðina á hon­um. Það er verið að berj­ast við að ná því fyr­ir næsta leik. Mér er sagt að það ná­ist.

Ég hugsa að þessi leik­ur verði spilaður, þetta er komið það langt að við gæt­um sópað öllu þessu drasli út af og spilað þenn­an leik. En hvort að um­gjörðin um leik­inn verði 100 pró­sent klár, það er síðan annað mál.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert