Leikmenn bera fjólublá armbönd

Leikmenn Vals og Stjörnunnar bera fjólublá armbönd í kvöld.
Leikmenn Vals og Stjörnunnar bera fjólublá armbönd í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Leikmenn Vals og Stjörnunnar munu bera fjólublá armbönd er liðin mætast í Meistarakeppni KSÍ á Hlíðarenda í kvöld. Er það gert til að sýna samstöðu í jafnréttisbaráttu kvenna í knattspyrnu.

Frumkvæðið að því að klæðast fjólubláu, sem táknar jafnrétti, var fyrst tekið fram af landsliði Kanada í febrúar. Í kjölfarið báru fleiri kvennalandslið armböndin.

„Of oft þurfa knattspyrnukonur að fórna eða hætta hluta ferils síns til að framkvæma nauðsynlegar breytingar – jafnvel þó að þessar breytingar snúist um grundvallarréttindi eins og sanngjarna meðferð, virðingu og jafnrétti. Á hæsta stigi knattspyrnunnar hafa orðið framfarir í átt að betri framtíð fyrir kvennaboltann.

FIFA lýsti nýlega yfir að það myndi hefja leið til fulls jafnréttis fyrir HM kvenna 2027, eftir sameiginlegar aðgerðir sem yfir 150 leikmenn úr 25 kvennalandsliðum gripu til, með stuðningi FIFPRO og leikmannasamtaka,“ segir m.a. í yfirlýsingu sem leikmenn senda frá sér á heimasíðu leikmannasamtakanna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert